Fréttir

Gjaldskrá Vaðlaheiðarganga kynnt

Í dag var gjaldskrá Vaðlaheiðarganga kynnt á fréttamannafundi í vinnubúðunum, austan gangamunna Eyjafjarðarmegin. Jafnframt var vefsíðan www.veggjald.is opnuð formlega og þar með opnað fyrir skráningar ökutækja inn í kerfið.

Aðalfundur Vaðlaheiðarganga og málþing var haldið 29.5.2017

Aðalfundur Vaðlaheiðarganga og málþing var haldið 29.5.2017

Málþing um Vaðlaheiðargöng í Hofi mánudaginn 29. maí.

Vaðlaheiðargöng hf. standa fyrir málþinginu í Hofi mánudaginn 29. maí kl. 16:00-18:00 Eftir gegnumslag sem varð 28.4.2017 er stærsta óvissuþætti í framkvæmdinni lokið og ætlum við nú að horfa aðeins fram á veginn. Á málþinginu verður fjallað um gildi Vaðlaheiðarganga fyrir samfélagið ásamt því að fara yfir helstu áskoranir og frávik sem tafið hafa fyrir gangagreftinum. Farið verður yfir helstu forsendur viðskiptáætlunar og umferðaþróun. Alls verða 4 framsögumenn:

Slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum

Bormenn í Vaðlaheiðargöngum sprengdu síðasta haftið í göngunum í dag með öflugum sprengingum. Stefnt er að því að lokafrágangur taki fimmtán mánuði og byrjað verði að aka um göngin í ágúst á næsta ári. Meðal gesta voru nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn þar á meðal Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.

Gangagröftur hefst að nýju Fnjóskadalsmegin

Fyrsta sprenging í göngum Fnjóskadals frá því að mikið hrun var í sprungu og í kjölfarið vatnsflóð var framkvæmd í dag 28.10.2016. Boraðar voru nokkrar grunnar holur en farið er mjög varlega fyrstu metranna á meðan komist er lengra frá misgengissvæðinu. Farið er rólega af stað og styrkt jafnóðum, þegar aðstæður leyfa verður sprengiholur lengdar upp í 5 metra sem er hefðbundin lengd á sprengifæru í góðu bergi. Gangagröftur verður nú í fyrsti skiptið í verkinu frá tveimur stöfnum á sama tíma.

Grenivíkurvegur malbikaður

Grenivíkurvegi malbikaður og umferð hleypt á. Áfram unnið við frágangur eins og veg- og umferðarmerki, niðurrekstur á vegriði ofl. Og eru ökumenn beðni um að sýna tillitsemi og virða vinnustaðarmerkingar.

Gangagröftur hafinn að nýju Fnjóskadalsmegin

Gangagröftur er nú hafinn að nýju Fnjóskadalsmegin í Vaðlaheiðargöngum. Eitt og háflt ár er frá þvi að gröftur stöðvaðist þegar laust efni hrundi úr misgengissprungu og í kjölfarið kom mikið innrennsli af köldu vatni.

Gangagröftur stöðvast í Fnjóskadal vegna vatnsinnflæðis

Föstudaginn 17.4.2015 byrjaði að hrynja úr misgengissprungu í lofti ganganna og í kjölfarið fylgdi mikið innflæði af köldu vatni ca. 500 l/s. Um kvöldið 18.4.2015 var fyrirséð að dælur hefðu ekki undan og var því ákveðið að fjarlæga öll verðmæti úr göngum. Um miðjan dag 19.4.2015 var vatnsborð komið að hápunkt ganganna og byrjað að renna út um göngin og út í Fnjóská. Næstu daga verður fylgst með þessu vatnsrennsli og næstu skref ákveðin en ljóst er að gangagröftur í Fnjóskadal verður stopp í óákveðinn tíma. Verktaki mun flytja öll tæki og mannskap til gangagerðar aftur yfir í göngin Eyjarfjarðarmegin.

Gangagröftur hálfnaður 6.2.2015

Gröftur Vaðlaheiðarganga er nú hálfnaður. Verktakinn náði þeim áfanga eftir sprengingu aðfaranótt föstudags að komast í 3603 metra sem eru 50% af áætlaðri lengd ganganna.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Vaðlaheiðargöng hf óskar þér og þínum gleðilegrar hátíðar og farælt komandi ár.