Fréttir

Um 528 þúsund bílar um Vaðlaheiðargöng fyrsta rekstrarárið - formleg opnun ganganna fyrir einu ári

Í dag, 12. janúar, er eitt ár liðið síðan Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð fyrir umferð. Óhætt er að segja að opnunardagurinn sé afar eftirminnilegur, gríðarlegur fjöldi fólks tók þátt í opnun ganganna með ýmsum hætti og kaffisamsæti á Svalbarðseyri.