Slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum

Bormenn frá ýmsum löndum
Bormenn frá ýmsum löndum
Bormenn í Vaðlaheiðargöngum sprengdu síðasta haftið í göngunum í dag með öflugum sprengingum. Stefnt er að því að lokafrágangur taki fimmtán mánuði og byrjað verði að aka um göngin í ágúst á næsta ári. Meðal gesta voru nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn þar á meðal Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.

Bormenn í Vaðlaheiðargöngum sprengdu síðasta haftið í göngunum í dag með öflugum sprengingum. Stefnt er að því að lokafrágangur taki fimmtán mánuði og byrjað verði að aka um göngin í ágúst á næsta ári. Meðal gesta voru nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn þar á meðal Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Gengið hefur á ýmsu í gangagreftinum sem hófst í júlí 2013 og gekk vel til að byrja með en tafðis síðan vegna innflæði 350 l/s af heitu vatni, hrun í misgengissprungu og í framhaldi mikið innflæði af köldu vatni og að lokum um 100 metra langur kafli í veikum setlögum. Notaður var eingöngu einn borvagn mest allann tímann en frá nóvember 2016 var gangagröftur á báðum stöfnum. Alls grafið 7.206 metrar á 186 vikum meðalafköst á viku er þá um 39 metrar. Bestu afköst voru í viku 14-2017 er alls náðir 96,5 metrar frá tveimur stöfnum. Bestu afköst á einum stafni var í viku 4-2014 en þá náðist 96 metrar.