Fréttir

Greið leið ehf 11 ára í dag 28.02.2014

Greið leið ehf meirihluta eigandi í Vaðlaheiðargöngum hf er 11 ára í dag 28.02.2014. Stofnfundur um einkahlutafélagið var haldinn árið 2003 í Valsárskóla á Svalbarðseyri og var tilgangur félagsins að standa fyrir nauðsynlegum undirbúningi fyrir stofnun félags um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði.

Mikið vatn eftir rjúkandi gang síðu viku

Framvinda síðustu viku var nokkuð góð og stefndi í met viku en þá var farið í vatnsæð ca. 250-300 l/s af um 46°C heitu vatni. Göngin lengdust samt sem áður um 87,5 m síðustu viku, heildarlengd 1.863,5 m sem er 26% af heildarlengd.

Skrifstofur Vaðlaheiðarganga í "KEA húsinu"

Skrifstofa Vaðlaheiðarganga hf er flutt í Hafnarstræti 91 "KEA húsið". Húsnæðið var reist árið 1930 fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, sem hafði sínar höfuðstöðvar í húsinu í 76 ár eða til ársins 2006.