Fréttir

Borvagn Ósafls mættur til Akureyrar

Nýr borvagn verktaka kom til hafnar á Akureyri laugardaginn 29.júní og mun hann vera notaður næstu mánuði til að bora Vaðlaheiðargöng frá gangamuna Eyjarfjarðarmegin og til austurs. Annar bor mun síðan verða fluttur til landsins næsta vor sem er ætlað að bora frá Fnjóskadal.