Fréttir

Göngin halla upp frá Halllandi

Vaðlaheiðargöng eru að vestan verðu í landi Halllands á Svalbarðsströnd um 50 metrum til hliðar við núverandi Hringveg, ofan við Halllandsnes. Göngin byrja í ca. 68 m.h.y.s. og að mestu með 1,5% halla upp í Fnjóskadal þar sem göngin koma út í 163 m.h.y.s í landi Skóga.

Gangagröftur aftur í góðu bergi

Nú erum við komnir aftur í gott berg og búið að sprengja tvisvar síðasta sólarhring. En síðasta vika var nokkuð seinfarin og tók um viku að fara í gegnum 10m sprungusvæði eða misgengi með lélegu bergi.

Ráðskonur Vaðlaheiðarganga viðtal á N4

Meðfylgjandi er linkur á viðtal sem tekið var af N4 við konurnar sem starfa í eldhúsi í starfsmannabúðum Ósafl vegna vinnu við Vaðlaheiðargöng.

1.000m náð 1.11. 2013

Í síðustu viku náðu göngin 1.000 metrum og var þeim áfanga fagnað. Starfsmenn Ósafls ásamt gestum sem komu í vettvangsferð þann 1.11.2013 fengu kaffi og köku.