Fréttir

Opnun tilboða í Vaðlaheiðargöng 11.10.2011

11. október 2011 voru opnuð tilboð í Vaðlaheiðargöng og var sameiginlegt tilboð ÍAV hf. og Marti Contractors Lts. frá Sviss í gerð Vaðlaheiðarganga var lægst en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð þeirra hljóðaði upp á ríflega 8,8 milljarða króna eða um 95 prósent af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru á bilinu 9,5 milljarðar upp í 10,8 frá íslenska samstarfshópnum Norðurverki, frá Ístaki hf. og frá sameiginlegu boði Metrostav a.s. og Suðurverki hf., að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Áætlaður verktakakostnaður 9.323.350.000.