Gangagröftur hafinn að nýju Fnjóskadalsmegin

Tveggja arma borvagn á stafni í Fnjósk.
Tveggja arma borvagn á stafni í Fnjósk.
Gangagröftur er nú hafinn að nýju Fnjóskadalsmegin í Vaðlaheiðargöngum. Eitt og háflt ár er frá þvi að gröftur stöðvaðist þegar laust efni hrundi úr misgengissprungu og í kjölfarið kom mikið innrennsli af köldu vatni.

Gangagröftur er nú hafinn að nýju Fnjóskadalsmegin í Vaðlaheiðargöngum. Eitt og háflt ár er frá þvi að gröftur stöðvaðist þegar laust efni hrundi úr misgengissprungu og í kjölfarið kom mikið innrennsli af köldu vatni. Langan tima hefur tekið að komast í gegnum lausamassann og hefur þurft að notast við pípuþak, efnagraut og mikið af stáli og steypu. Til að byrja með verður farið rólega og eingöngu fleygað og síðan sprengt í smá skömmtum þar til menn eru komnir í örugga fjarlægð frá misgengissprungunni.