Fréttir

Vaðlaheiðargöng taka þátt í Akureyravöku

Akureyrarvaka er bæjarhátíð sem haldin er 30. ágúst til 1. september í tilefni afmælis Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Vaðlaheiðargöng verður meðal þátttakenda í vísindasetrinu á Rósenberg laugardaginn 31.ágúst millik kl. 13-17. Aðra dagskrá liði hátíðarinnar má sjá á www.visitakureyri.is

Vaðlaheiðargöng komin í 361m

Gangagröftur í vikunni sem leið gekk vel og lengdust göngin um 68m sem eru mestu afköst til þessa á einni viku. Heildarlengd ganga er þá orðin um 361 m sem eru 5% af heildarlengd ganga. Aðstæður í fjallinu eru góðar lítið sem ekkert vatn og gott berg. Á meðfylgjandi teikningu og ljósmynd er hægt að sjá hvernig göngin koma í beygju.