Fréttir

Ný verðskrá Vaðlaheiðarganga tekur gildi 12. janúar 2022

Ný verðskrá Vaðlaheiðarganga tekur gildi frá og með 12. janúar 2022. Tvær meginbreytingar eru gerðar frá núgildandi verðskrá. Annars vegar er verðflokkum fyrir fyrirframgreiddar ferðir fækkað úr þremur í einn og hins vegar gefst umráðamönnum fólksbíla kostur á að greiða fast mánaðargjald fyrir akstur um göngin óháð fjölda ferða.