Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum

Gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöngum í dag, miðvikudaginn 2. janúar 2019.
Gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöngum í dag, miðvikudaginn 2. janúar 2019.

Í dag, 2. janúar 2019, hófst gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum. Göngin voru opnuð fyrir umferð 21. desember sl. og var akstur um þau gjaldfrír þar til í dag. Veggjald í gegnum göngin er greitt á vefsíðunni veggjald.is og þar eru allar upplýsingar á íslensku og ensku um verðskrá, fyrirkomulag gjaldtöku og ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir vegfarendur. Vefsíðan tunnel.is er eingöngu á ensku og er fyrst og fremst hugsuð sem einföld og þægileg greiðslusíða fyrir erlenda vegfarendur.