Fréttir

Göngin lengdust um 96 metra síðustu viku

Mestu afköst til þessa á einni viku 96 metrar og er heildarlengd Vaðlaheiðarganga nú 1.614 metrar sem er 22,5% af heildarlengd. Óhætt er að segja að árið 2014 byrji vel og greinilegt að mannskapurinn er búinn að slípast vel saman.

Búið er að bæta við myndböndum

Búið er að setja inn nokkur eldri myndbönd inn á síðuna þar á meðal myndband sem tekið var af einu fyrstu jarðgangasprengingunum. Hægt er að smella á link "Myndbönd" hægra megin á heimasíðu til að horfa á þessi myndbönd.

65m í fyrstu vinnuviku ársins 2014

Árið 2014 byrjar vel hjá verktökum við Vaðlaheiðargöng alls voru afköst fyrstu vinnuviku á nýju ári 65m þrátt fyrir að vera í útskoti nær alla vikuna. Heildarlengd ganganna er þá 1436 metrar eða um 20% af heildarlengd.