Fréttir

Gangagröftur hafinn í Fnjóskadal

Laugardaginn 6.september kl. 18:00 var fyrsta sprenging framkvæmd fyrir Vaðlaheiðargöngum í Fnjóskadal. Þegar er búið að sprengja 2.695 metra frá Eyjafirði en gangagreftri þar var hætt í bili í lok ágúst og borinn fluttur yfir í Fnjóskadal og stefnt að því að grafa um 2.000 metra austan frá.