Greið leið ehf 11 ára í dag 28.02.2014

mynd frá stofnfundi 28.2.2003 (mbl.is)
mynd frá stofnfundi 28.2.2003 (mbl.is)
Greið leið ehf meirihluta eigandi í Vaðlaheiðargöngum hf er 11 ára í dag 28.02.2014. Stofnfundur um einkahlutafélagið var haldinn árið 2003 í Valsárskóla á Svalbarðseyri og var tilgangur félagsins að standa fyrir nauðsynlegum undirbúningi fyrir stofnun félags um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði.

Greið leið ehf meirihluta eigandi í Vaðlaheiðargöngum hf er 11 ára í dag 28.02.2014.
Stofnfundur um einkahlutafélagið var haldinn árið 2003 í Valsárskóla á Svalbarðseyri og var tilgangur félagsins að standa fyrir nauðsynlegum undirbúningi fyrir stofnun félags um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði. Meðal annars kynningarstarf, áætlanagerð og samninga við ríkið og fjárfesta. Árið 2005 var félaginu síðan breytt úr undirbúningsfélagi í framkvæmdarfélag og tilgangur þá orðinn auk undirbúnings, annast framkvæmdir við gerð Vaðlaheiðarganga og rekstur þeirra.
Stofnendur félagsins voru 30 talsins, 20 sveitarfélög, þ.e. öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra auk 10 fyrirtækja á svæðinu. Stofnhlutafé var 4,1 m.kr og voru þrír stærstu hluthafarnir Akureyrarbær, Kaupfélag Eyfirðinga og Þingeyjarsveit. Ásgeir Magnússon, Andri Teitsson og Pétur Þór Jónasson voru kjörnir í aðalstjórn á stofnfundinum, Pétur er en í stjórn Greiðra leiðar ásamt því að vera stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf. Í dag eru hluthafa alls 22.

Stofnfundur Vaðlaheiðarganga hf. var haldinn 9. mars 2011. Tveir hluthafar, Vegagerðin með 51 prósents hlut og Greið leið ehf. með 49 prósenta hlut. Hlutafé Greiðrar leiðar var hækkað í 200 m.kr árið 2012 á sama tíma var hlutafé Vaðlaheiðarganga aukið í 400 m.kr. Í lánasamningi fyrir gerð ganganna er kveðið á um að hlutafé verði aukið í 600 m.kr með árlegum 40 m.kr. greiðslum á árunum 2013-2017 og komi sú aukning frá Greiðri leið ehf. í desember 2013 keypti Útgerðarfélag Akureyrar 40 m.kr. hlut í Greið leið ehf. Eftir breytinguna er hlutur Greiðrar leiðar ehf., í Vaðlaheiðargöngum hf. kominn í 236 m.kr. af 440 m.kr eða 53,6% en Vegagerðarinna hf. 46,4%