Gangagröftur aftur í góðu bergi

Nú erum við komnir aftur í gott berg og búið að sprengja tvisvar síðasta sólarhring. En síðasta vika var nokkuð seinfarin og tók um viku að fara í gegnum 10m sprungusvæði eða misgengi með lélegu bergi.

Nú erum við komnir aftur í gott berg og búið að sprengja tvisvar síðasta sólarhring. En síðasta vika var nokkuð seinfarin og tók um viku að fara í gegnum 10m sprungusvæði eða misgengi með lélegu bergi í ca. stöð 1800. Af þessum sökum þarf að styrkja betur en vanalega og losa um bergið í styttri færum. Þá eru settir 5 metra forboltar eða spælingarboltar eru settir svo til lárrétt fyrir ofan þak ganga auk þess sem notaðir eru lengri og fleiri boltar upp í þakið en venjulega. Þá er ásprautun nú 15cm þykk (8cm + járnmottur + 7cm) en er vanalega 6cm þykk.

Ekkert óeðlilegt er að það taki lengri tíma að fara í gegnum svona sprungusvæði en í jarðfræðirannsóknum sem gerðar voru í undirbúningi ganganna er gert ráð fyrir að misgengissprungur séu í kringum 40-50 stöðum í öllum göngunum og er þegar búið að fara í gegnum þrjú svæði sem ekki voru til vandræða. Og er því ekkert óeðlilegt við það að menn fari varlega í gegnum fyrsta sprungusvæðið.
Til þessa hefur mestu afköstin verið 79 metrar en að jafnaði eru þetta um 50-60 metrar sem göngin lengjast á viku og hafa göngin til þessa verið í góðu bergi og er verkið um 4 vikum á undan áætlun þrátt fyrir þessar tafir.

Hægt er að skoða fleiri myndir og fréttir á facebook síðu Vaðlaheiðarganga 

Hér fyrir neðan er langsnið sem sýnir áætlaðar misfellur sprungur (rauðar lóðréttar línur) sem skera jarðgangaleiðina.áætlaðar sprungur í göngum