Göngin halla upp frá Halllandi

Halllandsbræður Máni og Guðmundur  /mynd VB
Halllandsbræður Máni og Guðmundur /mynd VB
Vaðlaheiðargöng eru að vestan verðu í landi Halllands á Svalbarðsströnd um 50 metrum til hliðar við núverandi Hringveg, ofan við Halllandsnes. Göngin byrja í ca. 68 m.h.y.s. og að mestu með 1,5% halla upp í Fnjóskadal þar sem göngin koma út í 163 m.h.y.s í landi Skóga.

Vaðlaheiðargöng eru að vestan verðu í landi Halllands á Svalbarðsströnd um 50 metrum til hliðar við núverandi Hringveg, ofan við Halllandsnes. Göngin byrja í ca. 68 m.h.y.s. og að mestu með 1,5% halla upp í Fnjóskadal þar sem göngin koma út í 163 m.h.y.s í landi Skóga. Til samanburðar er Víkurskarðið í um 8% halla þannig að ljóst er að stórir og þungir bíla munu koma til að spara mikla olíu á þessum vegkafla í framtíðinni.

Vegagerðin og landeigendur gerður með sér samning 2011 vegna lands sem fór undir nýjan hringveg og vegtengingu við Grenivíkurveg sem er núverandi hringvegur.

Á mynd  sjást þeir bræður Guðmundur og Máni sem búa á Halllandi þegar þeir komu í heimsókn og skoðuðu göngin í nóvember 2013.

Hér að neðan er loftmynd af athafnasvæðinu í landi Halllands og einnig snið og planmynd ganga með verkstöðu í nóvember 2013.