65m í fyrstu vinnuviku ársins 2014

Efnislosunarsvæði  10.1.2014
Efnislosunarsvæði 10.1.2014
Árið 2014 byrjar vel hjá verktökum við Vaðlaheiðargöng alls voru afköst fyrstu vinnuviku á nýju ári 65m þrátt fyrir að vera í útskoti nær alla vikuna. Heildarlengd ganganna er þá 1436 metrar eða um 20% af heildarlengd.

Árið 2014 byrjar vel hjá verktökum við Vaðlaheiðargöng alls voru afköst fyrstu vinnuviku á nýju ári 65m þrátt fyrir að vera í útskoti nær alla vikuna. Heildarlengd ganganna er þá 1436 metrar eða um 20% af heildarlengd.  Þá hefur ásýnd efnislosunarsvæðis breyst þar sem stóri haugurinn sem var næst hringveginum er farinn að mestu í fyllingu fyrir Siglingarklúbbinn Nökkva. Eftir stendur haugur með góðu efni sem að hluta til er búið að brjóta og stendur til að nota í fyllingu í veg inní göngum.