Vatnsæð verður lokað með efnaþéttingu

Vatnsæð í Vaðlaheiðargöngum (mynd VB)
Vatnsæð í Vaðlaheiðargöngum (mynd VB)
Stjórn Vaðlaheiðarganga hf hefur ákveðið að fara að tillögum ráðgjafa og láta reyna á það að loka fyrir vatnsæðina með efnaþéttingu. Áætlað er að undirbúningsaðgerðir í heild geti tekið 3-4 vikur en sjálf bergþéttingin geti tekið mun styttri tíma eða um viku.

Stjórn Vaðlaheiðarganga hf hefur ákveðið að fara að tillögum ráðgjafa og láta reyna á það að loka fyrir vatnsæðina með efnaþéttingu. Áætlað er að undirbúningsaðgerðir í heild geti tekið 3-4 vikur en sjálf bergþéttingin geti tekið mun styttri tíma eða um viku. Reynt verður að haga aðgerðum þannig að þær trufli sem minnst gangagröft en stafn er nú um 250m innan við vatnsæð.  Um 350 l/s af 46°heitu vatni hefur komið úr sprungunni frá því um miðjan febrúar og hefur oft á tíðum myndast mikil vatnsgufa frá heitalæknum.

Vatnsæð í Vaðlaheiðargöngum