Vaðlaheiðargöng komin í 473 metra

Gangagröftur í síðustu viku gekk vel og lengdust göngin um rétt tæpa 55 m. Heildarlengd ganga er þá orðin um 473 m sem er um 6,6% af heildarlengd ganga. Ástæða minni framvindu í metrum talið er sú að nú hefur einnig verið unnið að gerð útskots og er flatarmál gangasniðs í útskotum um 37,5% meira en í hefðbundnu sniði. Auk útskots er einnig s.k. snúningsútskot en það eru um 16 m löng einbreið göng sem snúa þvert á aðalgöngin og eru þau gerð til unnt sé að snúa við stærri bílum. Hefðbundin útskot eru á 500 m millibili og verða alls 14 í göngunum og þar af verða 4 með snúningsútskot.

Gangagröftur í síðustu viku gekk vel og lengdust göngin um rétt tæpa 55 m. Heildarlengd ganga er þá orðin um 473 m sem er um 6,6% af heildarlengd ganga.
Ástæða minni framvindu í metrum talið er sú að nú hefur einnig verið unnið að gerð útskots og er flatarmál gangasniðs í útskotum um 37,5% meira en í hefðbundnu sniði. Auk útskots er einnig s.k. snúningsútskot en það eru um 16 m löng einbreið göng sem snúa þvert á aðalgöngin og eru þau gerð til unnt sé að snúa við stærri bílum. Hefðbundin útskot eru á 500 m millibili og verða alls 14 í göngunum og þar af verða 4 með snúningsútskot.