Svartaþoka og lítið skyggni á Víkurskarði - Akið varlega

Mynd af vef vegagerðar
Mynd af vef vegagerðar
Eftir hlýindi síðustu daga hér norðanlands er komin svartaþoka og skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður þokuloftið viðvarandi næstu daga við ströndina. Í nótt varð óhapp í Öxnadal þegar ökumaður bifhjóls féll á veginn eftir að hafa forðast árekstur við kind á veginum sem hann sá of seint vegna þokunnar. Svipaðar aðstæður er nú í Víkuskarði og full þörf að keyra varlega meðan þessa aðstæður eru. Þegar göngin verða tilbúin verður gott að geta sleppt því að keyra Víkurskarðið við þessar aðstæður.

Eftir hlýindi síðustu daga hér norðanlands er komin svartaþoka og skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður þokuloftið viðvarandi næstu daga við ströndina. Í nótt varð óhapp í Öxnadal þegar ökumaður bifhjóls féll á veginn eftir að hafa forðast árekstur við kind á veginum sem hann sá of seint vegna þokunnar. Svipaðar aðstæður er nú í Víkuskarði og full þörf að keyra varlega meðan þessa aðstæður eru. Þegar göngin verða tilbúin verður gott að geta sleppt því að keyra Víkurskarðið við þessar aðstæður.

Hægt er að fara beint á myndavél í Víkurskarði með því að smella á dálkinn merktur VEFMYNDAVÉL Á VÍKURSKARÐI hér til hægri á heimasíðu Vaðlaheiðarganga. Einni má finna allar vefmyndavélar sem Vegagerðin er með á meðfylgjandi link hér að neðan. 

http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/vefmyndavelar/

uppfært kl 21:00

Þokunni hefur nú létt og er skyggni orðið gott í Víkurskarði sjá meðfylgjandi myndir