Sjónvarpsþáttur um samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga

Í síðustu viku var frumsýndur þáttur á sjónvarpsstöðinni N4 nýr þáttur í umsjón Karls Eskils Pálssonar um samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga. Þátturinn er hluti af þáttaröð þar sem fjallað hefur verið með sambærilegum hætti um samfélagsleg áhrif hinna þriggja jarðganganna á Norðurlandi - Strákaganga við Siglufjörð, Múlaganga frá Eyjafirði til Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðarganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Viðmælendur Karls Eskils í þættinum eru: Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Guðrún Þórhildur Emilsdóttir, eigandi veitingastaðarins Sölku á Húsavík, Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC Bakka við Húsavík, Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, og Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.