Tilkynning frá Vaðlaheiðargöngum – Verðhækkun 2. janúar 2023

Forsendur endurfjármögnunar Vaðlaheiðarganga gerðu ekki ráð fyrir þeirri verðbólgu sem verið hefur undanfarið ár. Því verður ekki komist hjá því að hækka verðskrá félagsins frá og með 2.1.2023. Verðhækkunin er mismikil á milli verðflokka en sé umferð ársins 2022 lögð til grundvallar er vegin verðskráhækkun um 8% í heild.

Stjórn Vaðlaheiðarganga mun taka verðskrána aftur til skoðunar í vor ef tilefni er til þess. Slíkt tilefni getur t.d. verið breytingar á verðlagsþróun og/eða breytingar á umferðarmagni og samsetningu umferðar.

Verðskrár breyting sem tekur gildi frá og með 2.janúar 2023:

Ökutæki undir 3.5 tonn

Stök ferð greidd á www.veggjald.is / tunnel.is hækkar úr 1.500 kr. í 1.650 kr. (10% hækkun)

*Stök ferð greidd í heimabanka hækkar úr 1.900 kr. í 2.150 kr. (13% hækkun)

10 ferðir fyrirframgreiddar á www.veggjald.is hækka úr 12.500 kr. í 13.500 kr./hver ferð kostar 1.350 kr. (8% hækkun)

50 ferðir fyrirframgreiddar á www.veggjald.is hækka úr 40.000 kr. í 42.000 kr./hver ferð kostar 840 kr. (5% hækkun)

Mánaðargjald óháð fjölda ferða hækka úr 21.000 kr. í 23.000 kr. (9,5% hækkun)

 

Ökutæki 3,5 – 7,5 tonn

Stök ferð greidd á www.veggjald.is / tunnel.is hækkar úr 2.500 kr. í 2.600 kr. (4% hækkun)

*Stök ferð greidd í heimabanka hækkar úr 2.900 kr. í 3.100 kr.(7% hækkun)

 

Ökutæki 7,5 tonn og yfir

Stök ferð greidd á www.veggjald.is / tunnel.is hækkar úr 5.200 kr. í 5.500 kr. (6% hækkun)

*Stök ferð greidd í heimabanka hækkar úr 5.600 kr. í 6.000 kr. (7% hækkun)

  

*Ef ökutæki er ekki skráð né greitt í gegnum www.veggjald.is innan við 24 klst. Frá því að ekið var í gegn er rukkun send í heimabanka umráðamanns ökutækis að viðbættum innheimtukostnaði sem hækkar úr 400 kr. í 500 kr/pr.ferð óháð þyngdarflokki.