Glæsileg opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga

Mikill fjöldi fólks var mættur í Vaðlaheiðargöng til að fagna formlegri opnun þeirra.
Mikill fjöldi fólks var mættur í Vaðlaheiðargöng til að fagna formlegri opnun þeirra.

Opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga 12. janúar sl. var öll hin glæsilegasta og tókst frábærlega vel. Mikill mannfjöldi tók þátt í dagskrá dagsins sem náði hámarki með sjálfri vígslunni síðdegis. Og frábær stemning var í kaffisamsætinu í Valsárskóla. Þar var þétt setinn bekkurinn og veisluborðin svignuðu undan kökum og öðru bakkelsi sem kvenfélagskonur í Fnjóskadal og á Svalbarðsströnd töfruðu fram af einstakri elju og dugnaði.

Hilmar Friðjónsson tók fjölda skemmtilegra mynda í göngunum sl. laugardag, sem hér má sjá. Og hér eru fleiri myndir, þær tók Ármann Kolbeinsson.