Fyrsta bergþéttingin í Vaðlaheiðargöngum

Bergþétting (mynd Osig.)
Bergþétting (mynd Osig.)
85m frá "stóru vatnssprungunni" kom um 50° heitt vatn en í frekar litlu magni en ákveðið var að loka fyrir þetta rennsli með bergþéttingu og fór sú vinna fram í gær og tókst vel. Alls voru um 20 bergþéttiholur boraðar og dælt inn í þær sementsefju í dag hófst svo gangagröftur að nýju og ekkert vatn kemur nú úr stafni.

85m frá "stóru vatnssprungunni" kom um 50° heitt vatn en í frekar litlu magni en ákveðið var að loka fyrir þetta rennsli með bergþéttingu og fór sú vinna fram í gær og tókst vel. Alls voru um 20 bergþéttiholur boraðar og dælt inn í þær sementsefju í dag hófst svo gangagröftur að nýju og ekkert vatn kemur nú úr stafni. Aðstæður við gangavinnu eru nú orðnar sambærilegar og voru áður en komið var að sprungu með ca. 350 l/s af 46° heitu vatni. Búið er að stækka rýmið þar sem vatnið kemur úr sprungunni og leggja það í tvær 500mm stálpípur undir veginn inn í göngum. Verktaki hefur sett ljóskastar við fossinn og handrið til öryggis. 

mynd tekin 4.3.2014 af könnunarholum 50° heitt vatn

tvær 500mm stálpípur í þverun (mynd Osig)

fleiri myndir má sjá á facebook síður Vaðlaheiðarganga