Ár liðið frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð fyrir umferð

Ár er í dag liðið frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð fyrir umferð. Gjaldfrítt var í göngin frá 21. d…
Ár er í dag liðið frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð fyrir umferð. Gjaldfrítt var í göngin frá 21. desember til miðnættis 1. janúar 2019.

Í dag, 21. desember, er eitt ár liðið frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð fyrir umferð. Formleg opnun ganganna var þó ekki fyrr en 12. janúar 2019.

Á fb. síðu Vaðlaheiðarganga var skrifað undir kvöld 21. desember 2019:

Það er Vaðlaheiðargöngum hf. mikil ánægja að tilkynna að Vaðlaheiðargöng hafa nú verið opnuð fyrir umferð. Að þessu hefur verið unnið hörðum höndum síðustu sólarhringa og er í samræmi við það sem kom fram á fréttamannafundi 11. desember sl., að stefnt væri að því að opna göngin fyrir umferð fyrir jól. Og það tókst. Í dag lauk öryggisprófunum og öllu sem þurfti að ljúka áður en göngin yrðu opnuð fyrir umferð. Göngin voru síðan opnuð fyrir umferð kl. 18:00 í dag.

Gjaldfrítt var í göngin til kl. 24:00 þann 1. janúar 2019. 

Tölur um umferð og ýmislegt er varðar þetta fyrsta rekstrarár Vaðlaheiðarganga verða birtar fljótlega eftir áramót.