Á árinu 2020 gekk umferð um Vaðlaheiðargöng vel og án óhappa.

Vaðlaheiðargöng – umferð á árinu 2020

 

Umferð

Á árinu 2020 gekk umferð um Vaðlaheiðargöng vel og án óhappa.
Heildarumferð á árinu var 414 þúsund ferðir sem er um 100 þúsund færri ferðir en árið 2019 þetta er samdráttur upp á 19,5%.

Að meðaltali voru 1135 ferðir um göngin á sólarhring á árinu 2020. Yfir sumarmánuðina voru ferðirnar að jafnaði 1850 á sólarhring en 726 yfir vetrarmánuðina. Árið 2020 voru um 94% ökutækja sem ekið er um Vaðlaheiðargöng fólksbílar, 2% millistórir bílar (3,5-7,5 tonn) og 4% stórir bílar (stærri en 7,5 tonn).

Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar voru 107 þúsund ferðir ökutækja um Víkurskarð á árinu 2020 og dróst umferð þar saman um 38,6% frá árinu 2019. Til samanburðar leiddi talning Vegagerðarinnar í ljós 14% minni umferð á hringveginum en árið 2019 en á Norðurlandi nam samdrátturinn á árinu 25,4%.

Ef borin er saman umferð um Vaðlaheiðargöng annars vegar og Víkurskarð hins vegar kemur í ljós að hlutfallslega fleiri óku um göngin á árinu 2020 en árið 2019. Af heildarumferð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals fóru 80% vegfarenda um Vaðlaheiðargöng en til samanburðar var talan 75% 2019.   

Með akstri um Vaðlaheiðargöng í stað vegarins um Víkurskarð styttist leiðin milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals um 16 km. Það þýðir að heildarstytting eða sparnaður í akstri á árinu 2020, miðað við að aka Víkurskarð, er ríflega 6,6 milljónir km sem er meira en 5000 hringir í kringum Ísland.

Veggjald í Vaðlaheiðargöng er greitt í gegnum skráningu á veggjald.is þar sem notandi skráir bílnúmer og greiðslukort. Myndavélar í göngunum greina bílnúmerið og sjálfkrafa er síðan gjaldfært af kortinu þegar ekið er í gegn. Ef bíll er ekki skráður er ferðin innheimt í heimabanka eiganda bílsins og leggst þá 400 kr. bankainnheimtukostnaður við stakt gjald.

Í dag eru 28.700 virkir notendur í grunni Veggjalds.is og skráð ökutæki eru 97.250.

 

 

 

 

 

Myndir og töflur: