Fréttir

Verðskrá Vaðlaheiðarganga Gildir frá 2. Janúar 2024

Tilkynning frá Vaðlaheiðargöngum – Verðhækkun 2. janúar 2023

Ný verðskrá Vaðlaheiðarganga tekur gildi 2. janúar 2023

Ný verðskrá Vaðlaheiðarganga tekur gildi 12. janúar 2022

Ný verðskrá Vaðlaheiðarganga tekur gildi frá og með 12. janúar 2022. Tvær meginbreytingar eru gerðar frá núgildandi verðskrá. Annars vegar er verðflokkum fyrir fyrirframgreiddar ferðir fækkað úr þremur í einn og hins vegar gefst umráðamönnum fólksbíla kostur á að greiða fast mánaðargjald fyrir akstur um göngin óháð fjölda ferða.

Á árinu 2020 gekk umferð um Vaðlaheiðargöng vel og án óhappa.

Á árinu 2020 gekk umferð um Vaðlaheiðargöng vel og án óhappa. Heildarumferð á árinu var 414 þúsund ferðir sem er um 100 þúsund færri ferðir en árið 2019 þetta er samdráttur upp á 19,5%.

Veggjald lækkar í Vaðlaheiðargöngum

Frá og með 1. júní 2020 verður gerð einföldun og lækkun á innheimtu veggjalds fyrir þá sem keyra í gegnum Vaðlaheiðargöng án þess að skrá ökutækin sín. Þannig lækkar greiðsla á veggjaldi úr 2.500 krónum í 1.500 krónur hverja ferð fyrir fólksbíla sem keyra beint í gegn án þess að skrá sig. Sem fyrr stofnast krafa sjálfkrafa í heimabanka hjá eigandi eða umráðamanni ökutækis sem hefur tíu daga til að greiða.

Um 528 þúsund bílar um Vaðlaheiðargöng fyrsta rekstrarárið - formleg opnun ganganna fyrir einu ári

Í dag, 12. janúar, er eitt ár liðið síðan Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð fyrir umferð. Óhætt er að segja að opnunardagurinn sé afar eftirminnilegur, gríðarlegur fjöldi fólks tók þátt í opnun ganganna með ýmsum hætti og kaffisamsæti á Svalbarðseyri.

Ár liðið frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð fyrir umferð

Í dag, 21. desember, er eitt ár liðið frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð fyrir umferð. Formleg opnun ganganna var þó ekki fyrr en 12. janúar 2019.

Gleðileg jól!

Vaðlaheiðargöng óska landsmönnum öllum gleðiríkrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir samstarfið á þessu fyrsta starfsári ganganna.

Aukin þjónusta og öryggi fólks austan ganganna

Tilkoma Vaðlaheiðarganga og betra samstarf viðbragðshópa hefur aukið þjónustu og öryggi fólks austan ganganna, segir slökkviliðsstjórinn á Akureyri í viðtali við Úllu Árdal, fréttamann Ríkisútvarpsins á Akureyri. Fréttin er á 20. mín. í fréttum Rúv laugardaginn 12. október.

Hlutfallslega fleiri Asíubúar sem aka Vaðlaheiðargöng í haust

Eins og vera ber aka margir erlendir ferðamenn í gegnum Vaðlaheiðargöng og er hlutfall þeirra hærra yfir sumarmánuðina en yfir vetrarmánuðina. Reyndar sést heildarmyndin fyrir árið ekki fyrr en í árslok en í takti við mestan fjölda ferðamanna yfir hásumarið – frá maí og til og með september – hafa mun fleiri ferðamenn ekið í gegnum göngin í sumar en síðasta vetur. Ef skoðaðar eru tölur yfir þá útlendinga sem hafa greitt veggjald í Vaðlaheiðargöngum frá því þau voru opnuð í ársbyrjun kemur í ljós að Bandaríkjamenn eru þar efst á blaði, Þjóðverjar eru í öðru sæti og Frakkar í því þriðja. Í haust hefur mynstrið breyst eilítið, eftir sem áður eru Bandaríkjamenn og Þjóðverjar efstir á blaði en síðan koma Kínverjar í þriðja sæti. Samkvæmt tölum sjö síðustu daga er óbreytt að Bandaríkjamenn verma efsta sætið, Þjóðverjar í öðru sæti og Kínverjar í því þriðja. Í fjórða sæti eru Frakkar og Taiwanar eru síðan í því fimmta.